Lestur með ungum börnum

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi þess að lesa fyrir börn. Það sem er í raun ómetanlegt er samveran og sá grunnur að eðlilegum og góðum samskiptum barna og foreldra sem lagður er með þessum lestri.”
Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari í Börn og menning 2 tbl. 2007

Hér fyrir neðan eru 10 ráðleggingar frá rithöfundinum og fræðimanninum Mem Fox varðandi lestur með ungum börnum.

1.  Eyddu að minnsta kosti 10 hamingjuríkum mínútum á dag í að lesa upphátt fyrir barnið. 

2.  Lestu minnst 3 sögur á dag (stuttar), það má vera sú sama þrisvar. Börn þurfa að heyra um 1000 sögur áður en þau læra að lesa. 

3.  Lestu með látbragði. Hlustaðu á þína eigin rödd og láttu hana ekki vera flata né þreytandi. Vertu afslappaður og vertu hávær, skemmtu þér og hlæðu mikið. 

4.  Hafðu gaman að lestrinum og láttu gleðina skína í gegn. Bæði sá sem les og sá sem hlustar uppskera mikla ánægju fyrir vikið.  

5.  Lestu sögurnar sem barnið hefur yndi af aftur og aftur og aftur. Hafðu alltaf sömu áherslurnar í sömu sögunum. 

6.  Notaðu tungumálið til hins ítrasta með því að tala við barnið um efni bókarinnar eða syngdu fyrir það, farðu með þulur eða hafið hátt saman með ýmsum klappleikjum. 

7.  Leitaðu eftir rími, takti og endurtekningu í bókum fyrir ung börn og gangið úr skugga um að bókin sé stutt. 

8.  Búðu til leiki í kringum það sem þú og barnið sjáið á blaðsíðunni, eins og af finna staf barnsins og þess sem les. Hafið í huga að lestur er aldrei vinna, heldur frábær leikur. 

9. Ekki vera að kenna barninu að lesa og ekki gera andúmsloftið þrúgandi. 

10. Lestu upphátt fyrir barnið á hverjum degi af því að þú nýtur samvista við barnið, en ekki af því að þú ættir að gera það. 

(þýtt úr ensku af  www.memfox.net -  krækja á vef Mem Fox, opnast í nýjum glugga)Fræðimönnum ber saman um að til að örva áhuga barna á lestri sé nauðsynlegt að fara með þeim á bókasafn, lesa fyrir þau og sýna áhuga á því sem þau lesa. 
Tilvitnun úr grein í Morgunblaðinu 6. apríl 1997 „Lesið fyrir börnin 365 daga ársins.“