Smá-brot; tónlist og útgáfa á Suðurnesjum

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma safn af plötum tengdum átthögum Reykjaness. Okkur langar til að dusta rykið af þessum gögnum og vonandi bæta í safneignina.

Smá-brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum er sýning sem sett er upp í kringum þessa safneign auk ýmissa lánsmuna sem velviljaðir vinir safnsins hafa lánað okkur.

Markmiðið er ekki að vera með yfirgripsmikla sögusýningu heldur sýna skemmtileg brot frá liðnum tíma, nær og fjær.