Í körfunni
Föstudaginn 1. september opnaði sýning um körfuknattleik í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin varpaði ljósi á þróun meistaraflokka Keflavíkur og Njarðvíkur í karla- og kvennadeild.
Körfuknattleikur í Reykjanesbæ á sér langa og glæsta sögu en á sýningunni mátti sjá búninga frá mörgum tímabilum, skó, myndir og aðra muni sem tengjast félögunum. Einnig var búið að safna saman fréttum, myndum og öðru efni úr fréttablöðum svæðisins.
Sýningin stóð yfir í 8 vikur, fram til 31. október 2017.