Tími í upplýsingaþjónustu

Hér getur þú sótt um tíma hjá bókasafnsfræðingi Bókasafns Reykjanesbæjar.

Bókasafnsfræðingar aðstoða við heimildaleitir, leit að gögnum og upplýsingum. Upplýsingaþjónustan er fyrir alla; einstaklinga, stofnanir og fyrirtækir, hvort sem er vegna starfs, náms eða áhugamála.  Einnig leiðbeina starfsmenn upplýsingaþjónustunnar notendum á sviði upplýsingalæsis, s.s. varðandi val og notkun viðeigandi hjálparmiðla við upplýsingaöflun.

Upplýsingaþjónusta er viðskiptavinum að kostnaðarlausu, en greiða verður fyrir ljósrit og útprentanir úr tölvu. Hægt er að senda fyrirspurnir til upplýsingaþjónustu á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan sólarhrings á virkum degi. Alla jafna verður upplýsingaleitin markvissari ef viðskiptavinurinn er á staðnum. Þá er hægt að bera beint undir hann niðurstöður leitarinnar.

Aðstoð er veitt við að nálgast efni sem ekki er á safninu (millisafnalán) gegn gjaldi.