Yfirsýn
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 opnaði sýning Hilmars Braga Bárðarsonar, Yfirsýn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað við fréttamennsku hjá Víkurfréttum í yfir þrjátíu ár. Samhliða starfi sínu sem blaðamaður hefur hann tekið ógrynni ljósmynda um öll Suðurnes og öðlast þannig góða yfirsýn yfir samfélagið á Suðunesjum.
Á þessari sýningu sýndi Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður.
Þegar sýningin var tekin niður þann 8. mars 2020 tók Hilmar Bragi upp myndskeið þar sem hann fer yfir sýninguna sína í heild, hér má nálgast myndskeiðið.