Kardemommubærinn

Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar stendur yfir sýning á myndum úr Kardemommubænum eftir Thorbjørn Egner.

Kardemommubærinn er fyrir margt löngu orðin klassík sem hefur fylgt íslenskum fjölskyldum í texta, myndum og tónlist um árabil. Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þekkja flest börn ásamt Soffíu frænku, Bastían bæjarfógeta og börnunum Kamillu og Tomma.

Í tilefni 65 ára afmælis bókarinnar í fyrra var þessi sama sýning sett upp í Norræna húsinu í samstarfi við norska sendiráðið.
Nú fá gestir Bókasafnsins í Reykjanesbæ tækifæri til að skoða sýninguna og taka þátt í getraun. Til þess að taka þátt þarf að skoða sýninguna, svara spurningum á getraunaseðli og fylla út nafn og símanúmer.

Dregið verður úr réttum svörum og hljóta vinningshafar bókargjöf.

Vegna sóttvarna eru gestir beðnir að gæta þess að einungis fjórir fullorðnir séu inni á sýningunni samtímis, með 2 metra millibili og muna grímur og spritt. Athugið að þessar reglur gilda ekki fyrir börn fædd 2005 og síðar.

Hver veit nema Soffía frænka fylgist með þeim sem ekki kunna að fara eftir reglum........

 

Sýningin um Kardemommubæinn stóð yfir í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar frá janúar til apríl 2021.

Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, heiðraði okkur með komu sinni í Bókasafn Reykjanesbæjar þann 27. apríl. Tilefnið var að skoða sýninguna. Rúmlega 1000 íbúar hafa skoðað sýninguna sem byggir á teikningum Thorbjörn Egner's úr Kardemommubænum. Mikil þátttaka hefur verið í getraun sem staðið hefur yfir á sama tíma og Lise dró út þriðja og síðasta vinningshafann sem var að vonum alsæll með verðlaunin. Sendiherrann var einkar ánægð með hvernig til tókst og fannst salurinn draga fram það besta úr myndunum.

KardemommubærinnKardemommubærinnKardemommubærinnKardemommubærinnKardemommubærinn

Sendiherra NoregsKardemommubærinnSendiherra Noregs