Heima er þar sem hjartað slær
Sýningin Heima er þar sem hjartað slær er sýning kvenna af erlendum uppruna sem opnaði í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar á fimmtudegi fyrir Ljósanótt árið 2019 við góðar viðtökur og stóð til október loka.
Undirbúningur sýningarinnar hófst á vormánuðum árið 2018 þegar Bókasafnið fékk styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála.
Hópurinn sem setur upp sýninguna samanstendur af konum í Reykjanesbæ sem hittast reglulega og koma hvaðanæfa af úr heiminum. Til aðstoðar við hópinn var bandarísk myndlistarkona, Gillian Pokalo ásamt myndlistarmanni bókasafnsins Önnu Maríu, sem saman stýrðu vinnustofum og uppsetningu á sýningunni.
Verkin í sýningunni voru öll grafíkverk unnin sem klukkur.