Safnbúð

Safnbuð_LinaSafnbúð er rekin í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þar er hægt að kaupa vandaðar og fallegar gjafavörur. Flestar vörurnar tengjast norrænum barnaskáldsagnapersónum, t.d. Línu langsokk, Múmínálfunum, Barbapabba og fleiri þekktum persónum. Einnig er þar að finna minnisbækur, púsl, lítil lesljós og blýanta. 

Búðin er staðsett hjá afgreiðslu við aðalinngang safnsins.

 

Skilaréttur vara úr Safnbúð

  • Framvísa þarf kassakvittun við vöruskil. 
  • Hægt er að skila og skipta vöru sem er til í Safnbúð. Varan þarf að vera heil, ónotuð og í upprunalegum umbúðum ef það á við.