Leshringur
Leshringur
Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar er með aðstöðu í Bókasafninu. Hópurinn hittist þriðja þriðjudag hvers mánaðar í vetur frá kl. 20:00 - 21:00.
Fyrsti leshringur vetrarins verður þriðjudaginn 19. september 2023.
Leshringurinn hentar öllum sem hafa gaman að lestri og að skeggræða áhugaverðar bækur. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og te í boði. Aðgangur ókeypis.
Hópurinn hittist á eftirfarandi dögum:
19. september
17. október
21. nóvember
19. desember (jóla-leshringur)
2024:
16. janúar
20. febrúar
19. mars
16. apríl
21. maí
Umsjónarmaður leshringsins er Unnur Ösp Wium Hörpudóttir, nemi í bókmenntafræði. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-hópnum Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar.
(Inngangur norðan megin í safnið, bakatil).
.