Leshringur

Leshringur

Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar er með aðstöðu í Aðalsafni (Hjallavegi 2). Hópurinn hittist þriðja þriðjudag hvers mánaðar í vetur frá kl. 20:00 - 21:00.

Leshringurinn hentar öllum sem hafa gaman að lestri og að skeggræða áhugaverðar bækur. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru  hjartanlega velkomnir. Kaffi og te í boði. Aðgangur ókeypis.

Umsjónarmaður leshringsins er Unnur Ösp Wium Hörpudóttir.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-hópnum Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar.