Sýningarstefna

 

Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar

 

Átthagastofa í Bókasafni Reykjanesbæjar var tekin í notkun haustið 2016. Átthagastofan er í 30 fermetra rými á aðalhæð safnsins. Þar er safnað saman efni og heimildum sem fjalla um byggðir og fólk á Reykjanesskaganum sunnan Hafnafjarðar. Í rýminu verða settar upp sýningar sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt.

Átthagastofa er jafnframt sýningarrými fyrir menningar- og listasýningar einstaklinga sem tengjast átthögum Reykjaness. Almennar sýningar skulu vera skemmtilegar og fræðandi jafnframt því sem tillit er tekið til allra aldurshópa.

Allir geta sótt um að vera með sýningu í Átthagastofu að endurgjaldslausu en færa verður rök fyrir því hvers vegna sýningin á heima í Átthagastofu og hvernig sýningin tengist svæðinu.

Sem dæmi má nefna: listafólk af Suðurnesjum, listaverk sem tengjast Suðurnesjum, munir sem Suðurnesjabúar hafa safnað í gegnum tíðina og menningartengt efni frá Suðurnesjum.

Sýningarteymi Bókasafns Reykjanesbæjar fer yfir allar umsóknir og svarar öllum umsækjendum. Einnig áskilur starfsfólk sér að vega og meta hvaða sýningar komist að.

Á eyðublaðinu hér fyrir neðan er hægt að mæla með efni í sýningar og sækja um rýmið til einstakra sýninga. Athugið að viðmið á lengd hverrar sýningar eru 4-6 vikur.

Bókasafn Reykjanesbæjar tekur ekki ábyrgð á verkum á meðan á sýningu stendur. Sýnendur sjá sjálfir um sölumál á verkum sínum verði þau til sölu. 

 

Hugmynd að sýningu í Átthagastofu

 

Umsókn um sýningarhald í Átthagastofu