Álfabækur

Álfabækuralfabaekur

Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn GARASON (Guðlaugur Arason) sýndi myndverkin sín Álfabækur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Myndverkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða verkin en í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur.

Guðlaugur gaf út sína fyrstu skáldsögu 25 ára gamall og síðan þá hafa komið út skáldsögur, leikrit, ljóð og fleira eftir hann. Verk hans hafa notið vinsælda og verið verðlaunuð. Sýningin var opin í 6 vikur frá opnun, frá 2. september til 14. október 2016.