Um Reykjanesskagann

Hér gefur að líta skrá yfir helstu bækur sem fjalla eingöngu um þetta svæði: 
Listi yfir heimildir um Reykjanes, sunnan Straums

 

Að auki hefur efni um átthagana verið safnað í gagnagrunna sem eru aðgengilegir á vef safnsins, sjá Gagnagrunnur um Suðurnes, annars vegar efni úr tímaritinu Faxa og hins vegar úr hinum ýmsu ritum í bókakosti safnsins (s.s. ferðabókum og æviþáttum), fjölmörgum afmælisritum og Árbók Suðurnesja, svo eitthvað sé nefnt.

 

Hildur Harðardóttir, fyrrum kennari við Holtaskóla, hefur góðfúslega veitt okkur leyfi til að  birta BEd. ritgerð sína frá KHÍ um þjóðsagnir af Reykjanesi hér á vefnum. Ritgerðin verður aðgengileg hér á vefnum sem Pdf skjal.

 

Sturlaugur Björnsson hefur verið ötull við að miðla margs konar efni, t.a.m. af Reykjanesinu og hér má nálgast efni frá honum:

Steinabátar

Suðurnes

Myndir Sturlaugs víðs vegar af landinu

Fuglaþúfur

 

Markaðsstofa Reykjaness rekur ferðavef um Reykjanesið  www.reykjanes.is