Sýningar

 Sýningar í Átthagastofu

 

Átthagastofa í Bókasafni Reykjanesbæjar var tekin í notkun haustið 2016. Átthagastofan er í 30 fermetra rými á aðalhæð safnsins. Þar er safnað saman efni og heimildum sem fjalla um byggðir og fólk á Reykjanesskaganum sunnan Hafnafjarðar. Í rýminu verða settar upp sérsýningar sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt.