Að lesa með börnum
„Það eru bækur og innihald þeirra sem hjálpa okkur að stíga út fyrir heimilið og gera börn rík af orðaforða um heiminn sem er í ævintýrinu eða í raunveruleikanum úti í heimi."
Úr grein í DV 19. apríl 2005 „Bækur opna okkur leiðir í ævintýri og raunveruleika úti í heimi."
„Lítil börn geta ekki meðtekið það sem þau hafa ekki upplifað. Hins vegar gefur bók strax frá byrjun kost á mun víðara umræðuefni, með auknum orðaforða, flóknari málfræði, lengri setningum og öllu því sem barninu er nauðsynlegt að heyra, til að því fari fram.“
Tilvitnun úr greininni „Lestur er bestur.“ Morgunblaðið, 6. apríl 1997.