Bókin heim

Þeir sem ekki eiga að heiman gengt, vegna veikinda eða annarra ástæðna, geta fengið safngögn send til sín aðra hverja viku, á þriðjudögum. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Panta þarf heimsendingar í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudögum í sömu viku og sendingar er óskað. Starfsfólk kemur með óskabækurnar eða hjálpar til við að velja.

Starfsfólk bókasafnsins fer aðra hvora viku yfir vetrartímann með bækur á Nesvelli, Hrafnistu og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ef þess er óskað.

Útlán á Nesvöllum annan hvern fimmtudag kl. 13:30-14:30

Útlán á Hrafnistu annan hvern miðvikudag kl. 14:00-14:30

Hægt er að hringja í síma 421-6770 eða fylla út rafrænt eyðublað hér á síðunni,

captcha