Hvar er Valli?
-ratleikur í Bókasafni Reykjanesbæjar
Í Bókasafni Reykjanesbæjar er boðið upp á ratleik um safnið fyrir leikskóla- og skólahópa.
Ratleikurinn gengur út á að kynnast safninu og safnkostinum. Hópnum er skipt í nokkra minni hópa og er hópstjóri með hverjum hóp.
Litlir Valla karlar eru faldir víðsvegar um safnið og þarf hver hópur að finna alla karlana sem tilheyra þeirra hóp. Þegar hópurinn hefur fundið alla Valla karlana og tekið 3 bækur á leigu í sjálfsafgreiðsluvél safnsins er leiknum lokið.
Í leiknum reynir á samvinnu, skipulögð vinnubrögð og aga.
Hóparnir sem hafa prufað leikið hafa skemmt sér ofur vel!