Börn
Börn fá frí lánþegaskírteini fram að 18 ára aldri gegn ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Hægt er að fá bækur að láni í allt að mánuð í senn, einnig dvd, hljóðbækur og tímarit.
Leikskólar Reykjanesbæjar koma reglulega í sögustundir og Valla ratleik yfir vetrartímann.
Laugardagar eru sannkallaðir fjölskyldudagar en þá er tekinn fram dótakistill með spennandi leikföngum í hnokkadeild. Síðasta laugardag í mánuði er Notaleg sögustund þar sem Halla Karen les og syngur fyrir börnin.
Aðrir reglulegir viðburðir eru bókabíó, sumarlestur leik- og grunnskólabarna og sýningar í Átthagastofu safnsins.