Aðstaða

Í Bókasafni Reykjanesbæjar er margvísleg aðstaða fyrir gesti.

Á efri hæð safnsins má finna tímaritahorn þar sem hægt er að tylla sér niður og fletta í gegnum fjölbreytt úrval tímarita. 

Timaritahorn

 

Við hliðina á tímaritahorninu er rúmgott barnahorn með barnabókum, leikmottu, lesstól og borði og stólum fyrir yngstu kynslóðina.

barnahorn

 

barnahorn2

 

Á neðri hæð safnsins má finna vinnuherbergi sem kallast Búrið. Það hentar vel fyrir hópavinnu, fundi og annað. Hægt er að leigja það endurgjaldslaust á afgreiðslutíma safnsins. Þar eru sæti fyrir 10-12 manns og sjónvarp sem tengja má við tölvu. 

burid

Á neðri hæð safnsins er einnig notaleg unglinga- og teiknimyndasöguhorn.

unglingahorn

Annað vinnuherbergi er á neðri hæð safnsins en þar eru skrifborð, stólar og lampar og hentar það rými vel til að vinna í næði.

vinnuherbergi

Á neðri hæð safnsins má víðs vegar finna vinnuborð og sæti til að tylla sér niður við lestur eða í afslöppun.

vinnubord

 

lesstolar

 

vinnubord.litid