Þjónustustefna

Þjónustustefna Bókasafns Reykjanesbæjar

 Allir

Markmið þjónustustefnunnar er að starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar veiti framúrskarandi þjónustu.

Einkennisorð Þjónustustefnunar eru:
Lipur, Jákvæð, Traust, Áreiðanleg, Fagleg

 

Lipurð

-  Starfsmenn temji sér vinsamlegt viðmót þar sem starfsgleði og vilji til að leita lausna eru í fyrirrúmi. 

Jákvæð

- Starfsmenn Bókasafns  taka á móti viðskiptavinum með vingjarnlegu viðmóti og sýna jákvæðni og kurteisi.

Traust

- Starfsmenn gæti trúnaðar í hvívetna og sýni ábyrga og heiðarlega framkomu,  virði viðskiptavini og gæti jafnræðis.

- Starfsmenn gæti þess að ásýnd þeirra og umgengni á vinnustað beri vott um virðingu þeirra fyrir starfi sínu og verkefnum. 

Áreiðanleiki 

- Starfsmenn veita lánþegum  greinargóð svör við erindum og fyrirspurnum.  Áhersla er lögð á að ljúka erindum og fyrirspurnum við fyrstu samskipti.

Fagleg

- Starfsmenn hafi góða þekkingu á verkefnum sínum og veiti framúrskarandi þjónustu.