Þjónustustefna

Þjónustustefna Bókasafns Reykjanesbæjar

 Allir

Markmið þjónustustefnunnar er að starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar veiti framúrskarandi þjónustu.

 

Einkennisorð (gildi) Þjónustustefnunar eru:

Lipurð

- Starfsfólk temur sér vinsamlegt viðmót þar sem starfsgleði og
vilji til að leita lausna eru í fyrirrúmi.

Jákvæðni

- Starfsfólk Bókasafns tekur á móti viðskiptavinum með vingjarnlegu viðmóti og sýnir jákvæðni og kurteisi.

Traust

- Starfsfólk gætir trúnaðar í hvívetna og sýnir ábyrga og heiðarlega framkomu,  virðir viðskiptavini og gætir jafnræðis.

- Starfsfólk gætir þess að ásýnd þeirra og umgengni á vinnustað beri vott um virðingu þeirra fyrir starfi sínu, samstarfsfólki og verkefnum.

Áreiðanleiki

- Starfsfólk veitir lánþegum greinargóð svör við erindum og fyrirspurnum.  Áhersla er lögð á að ljúka erindum og fyrirspurnum við fyrstu samskipti.

Fagmennska

- Starfsfólk hafi góða þekkingu á verkefnum sínum og veiti framúrskarandi þjónustu.

 

Leiðir okkar að fyrirmyndarþjónustu

✔ Við brosum og náum augnsambandi.  Við veitum gestum okkar strax athygli og náum augnsambandi við þá. Brosið er mikilvægast af öllu og við þjónustum alla okkar gesti með bros á vör – alltaf.

✔  Við fögnum gestum okkar.  Við látum gesti okkar finna að þeir séu velkomnir og fögnum þeim. „Góðan dag, hvernig get ég aðstoðað þig?“

✔  Við sýnum virðingu og kurteisi. Við erum snyrtileg til fara með starfsmannakortið sýnilegt og sýnum gestum okkar og samstarfsfólki virðingu og kurteisi.

✔  Við veitum góða þjónustu og leysum þau mál sem upp koma.

✔  Við kveðjum gestina okkar og þökkum ávallt fyrir.

 

Uppfært: Janúar 2021