Þann 26. mars sl. opnaði sýning um Múmínálfa í Átthagastofu bókasafnsins. Falleg sýning fyrir börn og fjölskyldur. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.
Við erum að innleiða og kynna breyttar áherslur á afgreiðslu bókasafnsins. Nú er hægt að hafa beint samband við okkur annað hvort í gegnum netspjall á vefnum, í gegnum samfélagasmiðla, hringja í síma 421-6770 eða með því að senda á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is.
Bókasafn Reykjanesbær og Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs skrifuðu undir þjónustusamning um sérfræðiþjónustu á sviði bókasafns- og upplýsingafræða ásamt aðgangi að safnkosti og þjónustu Bókasafns Reykjanesbæjar fyrir nemendur á brautum Háskólabrúar og Menntaskólans á Ásbrú.