Uppskeruhátíð sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð sumarlesturs verður streymt á Facebook síðu Bókasafns Reykjanesbæjar þann 11. september kl. 11.30.  Þema ársins í sumarlestri eru Grimmsævintýri  sem smellpasssar við nýútkomna bók Ævars Þórs Benediktssonar „Þín eigin saga: Rauðhetta“. 

Börn í Reykjanesbæ hafa verið rosalega dugleg að lesa í sumarlestri bókasafnsins í ár því eins og allir vita þá þarf að æfa sig oft og mikið til þess að verða meistari!!

Sá grunnskóli í Reykjanesbæ sem er með mesta þátttöku nemenda sinna hlýtur bókagjöf á skólabókasafnið í lok sumarlesturs. Úrslitin verða kunngjörð á laugardaginn!