Notaleg sögustund með Höllu Karen - Emil í Kattholti

Laugardaginn 27. október kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen. Í þetta sinn verður sungið og lesið upp úr ævintýrum Emils í Kattholti.

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. 

Tilboð á Ráðhúskaffi fyrir börn - 1/2 panini og safi/kókómjólk á 500 kr. 

Bókin um Emil í Kattholti kom út hér á landi árið 1972. Emil er prakkari sem býr í Kattholti í Smálöndunum í Svíþjóð. Hann er sagður líkjast engli, með ljóst hár og blá augu en kemur sér stöðugt í vandræði. Alltaf vill hann þó vel enda segist hann ekki gera skammarstrik, þau bara gerast.