Krakkajóga

Krakkajóga

 
Laugardaginn 27. janúar fellur Notaleg sögustund með Höllu Karen niður. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, leikskóla- og jógakennari, ætlar að hlaupa í skarðið og bjóða upp á krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar frá klukkan 11.30.
 
Öll börn og allir foreldrar hjartanlega velkomin!
 
Tilboð í Ráðhúskaffi; 1/2 panini og svali eða kókómjólk á 500 kr,-
 
---------------------------------------------------------------------------------------
 
Jógastundin fer fram í rólegu umhverfi Bókasafnsins og skiptist í upphitun þar sem gerðar eru léttar teygjur og öndunaræfingar. Í lokin er slökun þar sem allir slaka á líkama og huga.
Ávinningurinn af jógastundun er mikilvægur hluti af heilbrigði hvers og eins. Við erum saman í rólegri stund þar sem við eflum einbeitingu, athygli, hlustun og þolinmæði. Með því að gera stöðurnar og hinar ýmsu teygjuæfingar eflum við styrk og liðleika líkamans.
 
Markmiðið með jógastundun er að æfa sig að vera hér og nú – núvitund, rækta vitund um líkamlegt – og andlegt heilbrigði, hafa kærleika og gleði að leiðarljósi.