Jólasýning í Grýluhelli

 Jólasýning

 

Í tilefni jólanna verður sýning í Átthagastofu Bókasafnsins. Átthagastofa mun taka á sig mynd Grýluhellis þar sem hægt verður að skoða pottinn hennar og jafnvel sjá nokkrum jólasveinum bregða fyrir. Álfakóngur og álfadrottning verða ekki langt undan en þau munu gæta hellisins og passa að öll börn sem fara í heimsókn koma aftur út heilu og höldnu. 

 

Sýningin opnar 10. desember og stendur fram til þrettándans, 6. janúar.