Hugleiðsluhádegi: Marta Eiríksdóttir

Marta Eiríksdóttir ætlar að leiða þátttakendur í hugleiðslu, þar sem áhersla er lögð á rólega öndun og innri frið og ró. Tengjast innri kærleiksvitund.

 Marta Eiríksdóttir er gleðiþjálfi fyrst og fremst. Hún vinnur með jóga til þess að hjálpa fólki að tengjast sinni innri kærleiksvitund, jafnvægi og gleðikrafti. Hún hefur stundað jóga frá árinu 1987 og kennt jóga/dansjóga frá árinu 2005. Marta fékk réttindi til að kenna jóga nídra / djúpslökun vorið 2019 og mun leyfa þátttakendum að upplifa það í hugleiðsluhádeginu, innri frið og ró.

Marta kennir þrjú aðskilin jóganámskeið í Íþróttamiðstöðinni í Garði, sem hún nefnir: Sterkar jógakonur 50+ á mánudögum, Dansjóga miðvikudaga og Jóga Nidra djúpslökun fimmtudaga. Allir tímarnir hefjast kl. 17:45 og eru í 90 mín