Geðrænn vandi og ábyrgð sem börnin taka | Bókasafn

Börn foreldra með geðvanda

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Í tilefni hans mun Sigríður Gísladóttir formaður Geðhjálpar fræða okkur um börn foreldra með geðrænan vanda. Erindið er fimmtudaginn 12. október kl. 17.00 -18.00.

Sigríður verður með fræðslu um börn foreldra með geðvanda og fjallar um verndandi þætti og leiðir til að styðja við þann  hóp. Erindið er bæði fyrir fagaðila og almenning. 

Hvar: Bókasafn | Miðjan
Hvenær: 12. október kl. 17

 

Í Reykjanesbæ er skólaforðun næstum 20%. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að börn mæta ekki í skólann. Sigríður var með skólaforðun og ætlar að deila með okkur sögunni þegar að hún tók ábyrgð á nánum ættingja og gefa innsýn inn í líf barns sem á foreldri með geðvanda.

Viðburðurinn er í samstarfi við Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar og erindið er ókeypis.