Foreldramorgunn: Ungbarnanudd

Ungbarnanudd

Það er aldrei of seint að byrja á því að nudda börnin okkar. 
Þó að við knúsum þau reglulega þá þurfa þau líka á nánari snertingu að halda. 

 

Fimmtudaginn 18. janúar frá klukkan 11 - 12 kemur Elsa Lára á Foreldramorgunn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Elsa Lára er sjúkranuddari, Doula og hefur kennt ungbarnanudd um allnokkurt skeið. Elsa Lára gaf einnig út bókina Nudd fyrir barnið þitt sem kom út sumarið 2011, hún verður með nokkur eintök til sölu. 

 

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga í Bókasafni Reykjanesbæjar frá klukkan 11 - 12. Í annað hvert skipti er boðið upp á fræðslu sem tengist barnauppeldi og foreldrahlutverkinu. 

Í Ráðhúskaffi er boðið upp á 15% afslátt þegar Foreldramorgnar eru.

 

Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.