Foreldramorgunn: Málþroski ungra barna

Á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn 15. september kl. 11.00 verður fjallað um málþroska ungra barna. Erla Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Reykjanesbæ kynnir leiðir til þess að örva málþroska barna.

Erindið er ókeypis og allir foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin sín.