Foreldramorgunn | Efling málþroska og mikilvægi lesturs fyrir ung börn

Efling málþroska og mikilvægi lesturs fyrir börn er yfirskrift erindis á Foreldramorgni 14. september kl. 11.00. Í þessari samverustund mun Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi hjá Reykjanesbæ, fjalla um það hvernig foreldrar geta auðgað málþroska og mikilvægi þess að lesa fyrir börnin sín. Einnig mun hún svara spurningum og vangaveltum foreldra. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin!

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan
Hvenær: Fimmtudaginn 14. september kl. 11.00
 

Samkvæmt Lesvefinum um læsi og lestrarerfiðleika:

"Margvísleg tengsl eru á milli málþroska og læsis og tengslin eru líka breytileg eftir því hvar barnið er statt í þroskaferlinu. Segja má að það séu einkum þrír þættir málþroskans sem tengjast lestrarnámi og læsi, og þar með námsárangri:

  • Næmi fyrir hljóðum tungumálsins (hljóðavitund), sem gegnir lykilhlutverki á fyrstu stigum lestrarnámsins þegar börn eru að ná tökum á samsvörun stafs og hljóðs.
  • Orðaforði, sem tengist í raun öllum viðfangsefnum lestrarnámsins og er undirstaða lesskilnings.
  • Málskilningur og máltjáning  eru mikilvægir þættir í málþróun barnsins og jafnframt  undirstaða lesskilnings og ritunar. "

https://lesvefurinn.hi.is/node/173