Hvernig get ég hjálpað barninu mínu?

Hvernig get ég hjálpað barninu mínu? 

  • Vilt þú skilja hver ástæðan getur verið á bak við erfiða hegðun?
  • Óskar þú eftir verkfærum til þess að hjálpa barninu þínu í slíkum aðstæðum, án þess að skerða sjálfsmynd þess?
  • Vilt þú ráðleggingu um hvernig þú getur byggt upp tilfinningafærni og þrautsegju?

Með því að tvinna saman þekkingu um taugaskynjun og heilaþroska með persónulegu ferðalagi inní eigin uppeldissögu og tilfinningar – er hægt að finna réttu brautina að kærleiksríkum lausnum fyrir börnin okkar sem upplifa heiminn sterkt á tíðum og geta því átt erfitt. Fyrirlestrinum er ætlað að veita praktísk ráð og innblástur að kærleiksríkri tengslamyndun og betri leik/skóladegi.

Aðalheiður Sigurðardóttir er stofnandi verkefnis Ég er unik (www.egerunik.is) og hefur um árabil starfað sem fyrirlesari og tengslaráðgjafi fyrir foreldra og fagfólk, með sérstaka áherslu á einhverfuróf, ADHD og kvíða. Hún er jafnframt menntaður Tengsla-þerapisti (EQ-terapeut frá Noregi). Hún er móðir tveggja, einstakra barna sem upplifa heiminn sterkt og hefur áralanga og persónulega reynslu af margskonar áskorunum og hefur á sínu ferðalagi byggt upp sérþekkingu á tengslamyndun.

Viðburðurinn er ókeypis og eru öll hjartanlega velkomin. 

Hvar: Bókasafn | Miðjan
Hvenær: 23. maí kl. 19.30-21.30