Það verður því miður lokað hjá okkur til og með 9. desember en góðu fréttirnar eru þær að þú getur fengið bækur til að halda þér félagsskap.
Við byrjum að taka á móti pöntunum mánudaginn 23. nóvember.
Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ bauð Bókasafn Reykjanesbæjar upp á krakkajóga með Sibbu laugardaginn 10. október síðastliðinn í streymi á facebook síðu safnsins.
Í síðustu viku hófst námskeið í Skapandi skrifum fyrir börn í 3.-6. bekk á Suðurnesjum. Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var fenginn til að leiða námskeiðin og voru undirtektirnar frábærar!