Bókasafn Reykjanesbæjar í starfsgreinakynningu

Guðný Kristín og Þórey Ösp á starfsgreinakynningu nemenda 2023
Guðný Kristín og Þórey Ösp á starfsgreinakynningu nemenda 2023

Guðný Kristín og Þórey Ösp í starfsgreinakynningu

Þann 5. október sl. var haldin starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8. og 10. bekk á Suðurnesjum. Líkt og áður tóku þátt starfsfólk frá Bókasafni Reykjanesbæjar og stóðu þær Guðný Kristín Bjarnadóttir og Þórey Ösp Gunnarsdóttir vaktina. Þær eru báðar bókasafns- og upplýsingafræðingar, þær kynntu starfið og bakgrunn fólksins sem starfar í Bókasafninu.

Líf og fjör var á kynningunni og þær stölllur voru sammála um að nemendur sýndu mikinn áhuga, bæði að starfsemi Bókasafnsins og þeim safnkosti sem var sýndur á kynnningunni.