Sumarlestur 2020

Sumarlestur

Í Bókasafni Reykjanesbæjar í allt sumar frá
júní til september; fjölbreyttur og skemmtilegur!


Sumarlestur er mikilvægur, hann viðheldur og eflir þá lestrarfærni sem börnin hafa náð í vetur. Eftir langan vetur eru flest börn þó reiðubúin til þess að breyta og brjóta upp daglega rútínu. 

Sumarlestur bókasafnsins er skemmtilegur og fjölbreyttur.

Nýtt í sumar, ásamt bingóspjöldum og orðasúpu sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár verða einnig í boði lestrar spil. Spilin eru í anda Harry Potter sem fagnar fertugs afmæli sínu þann 31. júlí 2020.  Hægt er að nálgast spilin á heimasíðu Bókasafns Reykjanesbæjar og í afgreiðslu safnsins. Bráðskemmtileg spil fyrir alla fjölskylduna, hægt er að skila inn þátttökumiða eftir hvert skipti sem spilað er.
 
Börn sem vilja taka þátt í Sumarlestrinum geta skráð sig  rafrænt á heimasíðu Bókasafns Reykjanesbæjar, í skólabókasafni sínu eða í afgreiðslu Bókasafns Reykjanesbæjar. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Þeir sem skrá sig komast í pott og Lestrarhestar verða dregnir út vikulega í allt sumar og fá skemmtileg lestrarverðlaun.

Á heimsíðu Bókasafns Reykjanesbæjar er hægt að nálgast prentvænar útgáfur sem gilda bæði þegar lestrarleikir eru spilaðir og við skráningu í sumarlestur.

Bókaskrá sumarlesturs fór heim með börnunum 1-5 bekkjar í grunnskólum Reykjanesbæjar en henni skila börnin til kennara sinna þegar skólinn byrjar aftur í haust.

Gæta þarf þess að allar upplýsingar fylgi skráningarblaðinu. Boð á uppskeruhátíð í lok sumars verða send út rafrænt.

Safnið er opið alla virka daga frá klukkan 09.00-18.00 og á laugardögum frá klukkan 11.00-17.00.

Bókasafnsskírteini fyrir 18 ára og yngri eru gjaldfrjáls.

 

Kynning á sumarlestri (youtube)

Skráning í sumarlestur (skila rafrænt)

Slönguspil.pdf (Útprent)

Lúdó.pdf (Útprent)

Þáttökuseðill/participation form/Formularz zgłoszenia uczestnictwa (Skila rafrænt)

Þátttökuseðill.pdf (Útprent)