Yfirsýn Hilmars Braga

Þann 8. apríl kl. 12.00 birtum við myndskeið á Facebook síðu Bókasafnsins þar sem Hilmar Bragi Bárðarson verður með leiðsögn um sýningu sína Yfirsýn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.
 
Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað við fréttamennsku hjá Víkurfréttum í yfir þrjátíu ár. Samhliða starfi sínu sem blaðamaður hefur hann tekið ógrynni ljósmynda um öll Suðurnes og öðlast þannig góða yfirsýn yfir samfélagið á Suðunesjum.
 
Á þessari sýningu sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum ekki að venjast, allar myndirnar eru teknar með dróna og flestar lóðrétt niður.