Vellíðan barna - árangursríkar uppeldisaðferðir | Foreldramorgunn

Foreldramorgunn

Fimmtudaginn 17. október kl. 11.00 koma Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir sem sérhæfa sig í vellíðan barna og eigendur Hugarfrelsis á Foreldramorgunn. Þær fjalla um einfaldar aðferðir til að nýta í uppeldinu. Aðferðirnar efla sjálfsmynd og tilfinningagreind barnsins með auknum orðaforða, skilningi og úrræðum.

Hvar: Miðjan | Bókasafn

Hvenær: 17. október kl. 11.00

Allir foreldrar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir með krílin sín. Erindið er ókeypis.

 

Hugarfrelsi sérhæfir sig í vellíðan barna. Á vegum Hugarfrelsis eru haldin námskeið og fyrirlestrar þar sem börnum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi. Á undanförnum árum hefur aðferðafræði Hugarfrelsis verið innleidd í tugi leik- og grunnskóla víðsvegar um landið við góða raun þar sem aðferðirnar henta mjög vel í skólastarfi.

Unnur Arna Jónsdóttir er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Menntun Unnar er margþætt en hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu, viðskiptafræði frá HÍ, auk kennararéttinda í núvitund og djúpslökun.

 Hrafnhildur Sigurðardóttir er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Menntun Hrafnhildar er margþætt en hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu, grunnskólakennaraprófi frá KHÍ, markþjálfun, auk kennararéttinda í núvitund og djúpslökun.