Uppskeruhátíð sumarlesturs 2022

Uppskeruhátíð sumarlesturs hefst fimmtudaginn 1. september kl. 16.30. Við hefjum leika á að tilkynna hvaða grunnskóli Reykjanesbæjar las mest í sumar.
Kl. 16.30 verður sýnd myndin Lego: Batman með íslensku tali.
 
Boðið verður upp á popp og djús á meðan birgðir endast.
 
Hvetjum alla til þess að mæta í ofurhetjubúningi!
 
Mögulega gerist starfsfólk Bókasafnsins ofurhetjur :) Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
 
Kl. 17.00 sama dag verður opnuð ný sýning í Bókasafninu "Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir". Á sýningunni verða munir, bækur og blöð er tengjast ofurhetjuheiminum.