Tækifærisgöngur með Nanný

Gríptu tækifærið og komdu með í heilsugöngu Bókasafnsins. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðir 60 mín. gönguferðir tvisvar í viku. 
Göngurnar verða þriðjudaga og fimmtudaga aðra vikuna og mánudaga og miðvikudaga hina vikuna.
 
Tækifærisgöngurnar eru við allra hæfi og öll velkomin
 
Lagt verður af stað klukkan 13:30 frá Bókasafni Reykjanesbæjar, aðalandyri við Tjarnargötu.