Stefnumót við konung rokksins Elvis Presley á Safnahelgi

Stefnumót við konung rokksins Elvis Presley 

Viltu fá mynd af þér með konungi rokksins? Komdu á sýninguna um Elvis Presley í Bókasafni Reykjanesbæjar og taktu “sjálfu” af ykkur, notaðu myllumerkin #bokasafnreykjanesbaejar #konungurrokksins og þar með ertu komin/n í lukkupottinn 😊 Dregið verður úr innsendum myndum eftir að Safnahelgi á Suðurnesjum lýkur.  

 

Um sýninguna: Þetta er létt og skemmtileg yfirlitssýning um Elvis Presley þar sem finna má athyglisverða muni, bækur, geisladiska og fatnað frá tímabili rokkarans. Við hvetjum bæjarbúa og nærsveitamenn til þess að skunda í bókasafnið og skoða þessa áhugaverðu sýningu. Öll hjartanlega velkomin! 

Opnunartími á Safnahelgi: 

Föstudaginn 17. mars 9.00-18.00 

Laugardaginn 18. mars 11.00-16.00 

Lokað sunnudag 

  

Kastljós hjá RUV kom í heimsókn á sýninguna og hefst umfjöllun þeirra á 09.37 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/33550/a0fnj