Spilavinir koma í heimsókn

Laugardaginn 8. febrúar kl. 13.00-14.30 koma Spilavinir í heimsókn í Bókasafn Reykjanesbæjar.

Spilavinir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í spilum af öllum gerðum. Starfsfólk Spilavina kemur í Bókasafn Reykjanesbæjar og kennir á nokkur vel valin spil sem þau hafa í fórum sínum.

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar hvetur alla til að koma og kynnast nýjum spilum í notalegu umhverfi.

Börn sem spila eru líklegri til að bæta sjónminni, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu augna og handa, örva og þjálfa heilann svo dæmi séu nefnd.
Skemmtileg spil sameina alla fjölskylduna og flest eru þannig að þau henta breiðum aldurshópi.


Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!