Skrímslasmiðja

Laugardaginn 7. maí verður Skrímslasmiðja með Hrund Atladóttur í miðju safnsins milli klukkan 13.00 og 15.00 i tilefni af BAUN barna- og ungmennahátíð.

Allt efni á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 

 

Hrund er myndlistarkona sem vinnur með vidjó og animation sem sinn helsta miðil. Hún hefur sýnt og starfað víðsvegar um heim en hefur undanfarin ár unnið mikið með íslenska náttúru og vætti tengda henni. Hrund er núna að vinna að sinni fyrstu teiknimynd í fullri lengd sem gerist á hálendi íslands og er með verk til sýnis á Hönnunarsafni Íslands sem sýnir vatnadísir svamla um í sýndarveruleika. Það má sjá meira af hennar verkum á heimasíðunni; www.hrund.org