Söfnum fyrir flóttabörn

Fatasöfnun á íþróttafatnaði og búnaði fyrir flóttabörn

Öll börn þarfnast umhyggju og tækifæri til þess að vera með og tilheyra hópnum. Mikilvægt er að taka vel á móti og halda utan um börn sem koma til Reykjanesbæjar frá stríðshrjáðum löndum og að þau upplifi sig velkomin.

Oftar en ekki koma börnin og fjölskyldur þeirra með ekkert nema fötin utan á sér.

Tilgangur söfnunarinnar er stuðla að því að börnin geti tekið þátt í íþróttum og að þau tilheyri þeim hópi þar sem þau eru þátttakendur. Ef þú kæri íbúi lumar á íþróttafatnaði, skóm, boltum eða einhverju öðru sem gæti nýst börnunum og vilt leggja söfnuninni lið getur þú komið hreinum fatnaði og búnaði til Bókasafns Reykjanesbæjar.

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbær - Miðjan

Hvenær: Á opnunartíma safnsins, 10. - 24. mars 2022.

 

Börnin mikilvægust er ein af stefnuáherslum Reykjanesbæjar.