Ræktun matjurta

Ræktun matjurta í gróðurhúsi og gróðurkössum fyrir heimili er viðfangsefni fræðsluerindis Konráðs Lúðvíkssonar og Fanneyju Jósepsdóttur frá Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands sem haldið verður í Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 10. maí kl. 17:00 – 18:00.

 Þetta er erindi sem nýtist bæði þeim sem eru óreyndir og lengra komnir. Konráð og Fanney segja frá ræktun matjurta í gróðurhúsi og gróðurkössum en félagið hefur m.a. fengið til umráða 25 gróðurkassa í Njarðvíkurskógum.

Meðal markmiða Garðyrkufélags Íslands er m.a. að sameina krafta aðila við garðyrkju og ræktun til fegrunar í þéttbýli og nærumhverfi byggðar og aukinnar fræðslu.

 

 Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

 Fræðslufundurinn er liður í samstarfsverkefni Lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar og Bókasafns Reykjanesbæjar og Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands.