Prjónahlýja

Prjónahlýja

Annan hvern mánudag í vetur kl 16.00 – 18.00  verður Prjónahlýja í Bókasafni Reykjanesbæjar. Prjónahlýja er samfélagslegt verkefni þar sem íbúum býðst að koma og prjóna húfur, vettlinga og sokka fyrir börn á leikskólum bæjarins, eða koma með tilbúið að heiman. Í prjónakörfunni okkar er hægt að nálgast garn og uppskriftir og jafnfram skilja eftir tilbúna hluti.

Þegar karfan er full sér bókasafnið um að koma afrakstrinum til skila til leikskólabarna bæjarins. Litlir vettlingar, sokkar og húfur tínast gjarnan og gleymast. Því viljum við safna saman allri hlýjunni sem við getum prjónað og gefa til leikskólanna sem þetta þiggja. Öll börn verða þá með hlýjar hendur, fætur og höfuð í útvistinni þó eitthvað gleymist heima eða týnist í dagsins amstri.

 

Prjónahlýja haust 2019

9. september

23 september

7. október

21. október

4. nóvember

18. nóvember

2. desember