Opnun nýrrar sýningar
05.09 kl. 17:00-17:30
Viðburðir bókasafn
Bókasafn
Fimmtudagurinn 5. september kl. 17 verður opnuð í Átthagastofu Bókasafnsins sýningin Mamma, ég vil ekki stríð!
Á sýningunni verða myndir, teiknaðar af börnum, sem hafa upplifað stríð á eigin skinni og túlka eigin upplifanir, drauma og þrár. Elstu myndirnar er teiknaðar af pólskum börnum í seinni heimstyrjöldinni og nýjustu myndirnar af úkraínskum börnum eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Markmiðið er að sýna að stríð lítur alltaf eins út í augum barna. Burtséð frá stað og stund er það gífurleg illska og barnið er alltaf fórnarlamb þess.
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.