Ný sýning: Einar Áskell 50 ára!

Þessi sýning er haldin til að heiðra Einar Áskel og auðvitað höfund hans, Gunillu Bergström, í tilefni af 50 ára afmælinu en bækurnar hafa verið þýddar á fleiri en 30 tungumál!

Sýningin var áður á barnabókasafni Norræna hússins auk annarra bókasafna víðsvegar um landið. 

 

Sjón er sögu ríkari og því hlökkum við til að sjá ykkur hér í Bókasafni Reykjanesbæjar!

Það var árið 1972 sem fyrsta bókin um hann kom út á sænsku en hún heitir á íslensku Góða nótt, Einar Áskell.

Sýningin er unnin í samvinnu við sænska sendiráðið og Sænsku stofnunina á Íslandi og stendur til og með 29. febrúar nk.