Núvitundarganga við strandleiðina
Núvitundarganga við strandleiðina | Vellíðunarvika
Finnur þú ilm í lofti eða sérðu fallega liti í umhverfinu? Núvitundarganga er róleg og afslöppuð gönguferð þar sem þátttakendur fá tækifæri á að upplifa umhverfið á nýjan hátt.
Gönguna leiðir Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari og jógaleiðbeinandi en hún hefur mikla reynslu í jóga og núvitund í vettvangsferðum.
Gengið frá byrjun strandleiðar við OM setrið. Bílastæði við Njarðvíkurskóla. Við klæðum okkur eftir veðri. Ókeypis og öll velkomin!
Verkefnið er meðfjármagnað af ERASMUS+ áætlun Evrópusambandsins.
_______________
Lýðheilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Markmiðið með þeirri viku er að hlúa að verndandi heilsufarsþáttum með þátttöku allra bæjarbúa ogbdraga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni.