Notaleg sögustund: Rauðhetta og úlfurinn

Laugardaginn 29. febrúar kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen.

Halla Karen syngur og segir sögur úr Rauðhettu og úlfinum. Rauðhetta og úlfurinn er evrópskt ævintýri frá 10. öld sem enn þann dag í dag nýtur vinsælda meðan yngstu kynslóðarinnar.

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.