Notaleg sögustund með Höllu Karen: Lína Langsokkur

Laugardaginn 28. september kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen.

Að þessu sinni syngur Halla Karen og segir sögur af Línu Langsokk.

-----------------

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. 

Tilboð á Ráðhúskaffi fyrir börn - 1/2 panini og safi/kókómjólk á 650 kr.