Notaleg sögustund - Emil í Kattholti

Laugardaginn 19. október kl 11.30 ætlar Halla Karen að lesa upp úr Emil í Kattholti og syngja lög.

Emil er prakkari sem býr í Kattholti í Smálöndunum í Svíþjóð. Hann er sagður líkjast engli, með ljóst hár og blá augu en kemur sér stöðugt í vandræði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.