Notaleg sögustund: Dýrin í Hálsaskógi

Laugardaginn 28. mars kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen í beinu streymi á Facebook síðu Bókasafns Reykjanesbæjar.

Að þessu sinni syngur Halla Karen og segir sögur úr Dýrunum í Hálsaskógi.

-----------------

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.